Lýðuheilsustöð kýs Eplica að undangengnu útboði

16 feb. 2004

Lýðheilsustofnun varð til með lögum 31. júlí 2003 og féllu þar með undir starfsemina: áfengis- og vímuvarnarráð, tóbaksvarnarráð, manneldisráð og slysavarnarráð. Um síðustu áramót færist starfsemi Árvekni - slysavarnir barna og tannverndarsjóður undir Lýðheilsustöð.

Lýðheilsustöð skal m.a. vinna að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna, manneldis, slysavarna og tóbaksvarna og annast önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á vegum ríkisins.

Það þótti mikilvægt að velja til samstarfs fyrirtæki sem tryggt væri að myndi hafa bolmagn til að þróa kerfi sitt um ókomna tíð en gæti boðið upp á kerfi sem væri einfalt og auðskilið í notkun þannig að notendur eigi auðvelt með að uppfæra vefsvæði stofnunarinnar.

Með kaupunum er Lýðheilsustofnun að sjálfsögðu tryggð sú kennsla sem stofnunin þarf til að verða sjálfstæð í vefmálum sínum.

Nýi vefurinn tekur yfir starfsemi vefsvæðanna arvekni.is, reyklaus.is, vimuvarnir.is og manneldi.is.

Um Hugsmiðjuna

Merki eplicaHugsmiðjan ehf. er fyrirtækið á bak við Eplica vörulínuna. Það sérhæfir sig í hverskonar hugbúnaðargerð og hefur síðan í janúar 2001 smíðað hugbúnaðarkerfi sem nú eru markaðssett undir Eplica nafninu. Markmið fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum sínum bestu fáanlegu lausnir, aðstoða þau við hagræða í rekstri, bæta upplýsingaflæði til viðskiptavina og starfsmanna og hækka þjónustustig án aukins tilkostnaðar.

Smíði vefumsjónarkerfisins Eplica hófst árið 2001 en sala þess hófst fyrir alvöru ári síðar. Á þeim tíma sem liðinn er hefur fjöldi ánægðra notenda vaxið hratt og er ástæða til að þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa treyst okkur fyrir vefmálum sínum.

Vefumsjónarkerfið Eplica er fyrst og fremst efnismiðlunarkerfi sem getur birt gögn frá ýmsum upplýsingaveitum og miðlað þeim áfram til notenda með mismunandi tæknilegar þarfi.

Auk vefumsjónarkerfis hefur fyrirtækið nú hafið sölu á Eplica Application Builder sem sem nýtist við gerð á veflægum hugbúnaði og getur stytt þróunartíma verulega og aukið gæði hans til muna.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið eru veittar í síma 5500900 eða um netfangið info@eplica.is. Einnig er hægt að panta kynningu á vörum fyrirtækisins hér á vefnum.

Að öðrum kosti er hægt að kíkja við:

Hugsmiðjan ehf. / Eplica ehf.
Skúlagötu 32-34
101 Reykjavík

 


Ef þú vilt fræðast meira um Eplica eða hefur aðrar spurningar getum við hringt í þig.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Til að fyrirbyggja ruslpóst:
Þitt álit

skiptir okkur máli

Ábending, hrós eða kvörtun? Láttu okkur vita, hvað þér finnst.
Athugið: ekki er nauðsynlegt að gefa upp nafn, síma né netfang.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


Áskrift

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.


Símanúmerið okkar er 5 500 900.

Við svörum milli 08:00 og 17:00 alla virka daga.

Verkefnastjóri gefur upplýsingar um verkefni í vinnslu og ráðgjafar okkar taka við spurningum um ný verkefni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica