Spurt og svarað
Algengar spurningar
Sérhönnun?
Engin takmörk eru á því hvernig vefir eru hannaðir. Eplica vefir eru af öllum stærðum og gerðum og eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Allir eiga þeir það þó sameiginlegt að vera aðgengilegir.
Aðgengismál?
Mikil vinna hefur verið lögð í það að Eplica vefir séu aðgengilegir öllum, líka fólki með sérþarfir. Nánast undantekningalaust stenst Eplica vefur aðgengisvottun 1 hjá Sjá og Öryrkjabandalagi Íslands.
Er hægt að fá hönnun frá þriðja aðila, auglýsingastofu eða öðru veffyrirtæki?
Já, Hugsmiðjan getur hjálpað til við innleiðingu á útliti frá þriðja aðila.
Verð á Eplica vs. open source kerfi?
Við trúum því að hóflegt mánaðargjald (og án alls upphafsgjalds) sé báðum aðilum til hagsbóta og tryggi þróun og öryggi Eplica kerfisins.
Þó að open source kerfi séu að nafninu til ókeypis er ýmiss dulinn kostnaður sem snýr að viðhaldi og öryggismálum. Ítarlegur samanburður leiðir því yfirleitt í ljós lítinn verðmun.
Öryggi?
Hugsmiðjan býður upp á álagsprófanir og ítarlegar öryggisúttektir ásamt því að stöðugar öryggisuppfærslur tryggja rekstraröryggi, stöðugleika og uppitíma vefs.
Hýsing?
Hugsmiðjan býður upp á hagstæða og öfluga hýsingu í Amazon skýinu. Við ábyrgjumst að afrit, öryggi og uppitími séu ávallt í góðum málum. Einnig er möguleiki á að kerfið sé hýst á vefþjóni viðskiptavina.
Tækniumhverfið?
Eplica er forritað í Java og keyrir á MySQL gagnagrunni, Apache og Tomcat. Vefumsýsla fer fram í öllum algengum nútímavöfrum.