Breytingasaga

Eplica 3.x útgáfur

3: 4.3.8

(2019-05-27)

  • Leyst vandamál sem gat valdið því að útgáfudagsetning greina breyttist við tilteknar aðgerðir eftir útgáfu.
  • Löguð villa í myndun „slug“-texta sem olli því að við endurtekningar á tilteknum texta hækkuðu sjálfvirk raðnúmer ekki rétt.
  • Betri samræming í samspili greinabirtingar og tengdra viðburða.
  • Betrumbætur á réttindum notenda með kerfishlutverkið „Penni“.
  • CleverPay: Stuðningur við Kass greiðslugátt.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur.

3: 4.3.7

(2019-03-26)

  • Minniháttar rekstrarbreyting á virkni CleverPay.

3: 4.3.6

(2019-03-25)

  • Vandamál lagfært þar sem greinavistun var ekki leyfð (og skilaði hvítum skjá) vegna þess að tenging við höfund hafði rofnað.
  • Innbyggða spam-vörnin uppfyllir nú betur aðgengiskröfur.
  • Dagsetningarvirkni við útgáfu greinar yfirfarin: Sýnileg dagsetning ræðst nú af útgáfudegi, ekki því hvenær grein var fyrst stofnuð.
  • Skráningarviðmót greina fær hnapp til að uppfæra „slug“ (vefslóðarhluta) greinar, t.d. ef heiti hennar hefur breyst.
  • Komið í veg fyrir vandamál sem olli því að nýskráðar myndastærðir urðu ekki virkar strax.
  • Nokkrar lagfæringar á sjálfvirkum prófunum.
  • Ýmsar endurbætur á Solr leit.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur.

3: 4.3.5

(2019-02-20)

  • Breyting á útgáfuvirkni greina til þess að staða þeirra uppfærist hraðar þegar grein er gefin út eða tekin úr birtingu.
  • Skjalakerfi: Lagfært vandamál sem olli því að slóðir á skjöl gátu brotnað við færslu milli skjalaflokka.
  • Skráning framvísana einfölduð.
  • CleverShop: Sjálfvirk hreinsun persónutengdra upplýsinga að 180 dögum liðnum.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur.

3: 4.3.4

(2019-01-21)

  • Bættir stillingarmöguleikar fyrir mögulega tengingu ReCAPTCHA spam-varnar við vefform.
  • Skjalasafn: Lagfært vandamál sem komið gat upp við yfirskrifun eldri mynda ef sambærilegt skráarnafn var til í öðrum skjalaflokki.
  • Skjalasafn: Lagfært vandamál varðandi vistun mynda á SVG sniði í skjalasafni.
  • CleverShop: Nýr möguleiki á birtingu vöruupplýsinga (sem JSON gögn).
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur.

3: 4.3.3

(2018-11-28)

  • Lagfæring á réttindum tengdum skjalasafni fyrir þá notendur sem hafa kerfisaðgang gegnum skilgreind hlutverk.
  • Ritill: Fleiri afbrigði   eru nú sjálfkrafa hreinsuð út þegar texti er límdur inn í ritilinn.
  • Nokkrar betrumbætur á togara (e. webscraper) virkni.

3: 4.3.2

(2018-11-21)

  • Ritill: Nú er (aftur) sjálfgefið að texti í ritlinum sé innan málsgreinar (e. paragraph). Breytingar á virkni algengustu vafra höfðu valdið því að þessi tilætlaða hegðun hafði gengið til baka.
  • Ritill: Betrumbætur á samspili <strong> / <b> annars vegar og <em> / <i> hins vegar, þegar unnið er í ritli.
  • Ritill: Sjálfkrafa hreinsuð burt &nbsp; eigindi í texta þegar hann er límdur (e. paste) inn í ritilinn, enda næstum ómögulegt að eiga við slík eigindi gegnum vafra.
  • Réttindamál: Innbyggðu kerfishlutverkin „Grunnnotandi“ og „Penni“ sjá ekki lengur stjórnkerfismöguleika.
  • Aðgengismál: Bætt skráning (Aria-label) valmyndaeininga.
  • Breytingar á stillingaviðmóti eininga til að minnka líkur á notendamistökum.
  • Of langt heiti greina gat valdið því að upp kom vandamál við þegar kerfið býr til „greina-slug“.
  • Upp gat komið smávægilegt vandamál í birtingu viðburðadagatals ef nýjasta („hæsta“) skráða dagsetning var á 1. degi mánaðar.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur

3: 4.3.1

2018-10-10

  • Notkunarmælingar: Lausnasafn Eplica sem notað er við samskipti við Google Analytics vegna sérsniðinna mælinga á borð við viðburði (e. events) hætti nýlega að virka vegna breytinga hjá Google. Þetta gat valdið javascript villum hjá vefgestum með afleiðingum fyrir aðra viðmótsvirkni (auk þess sem mæligögn voru ekki að skila sér).
  • Skjalakerfi: Betrumbætur á skráningu nýrra skjala í stjórnkerfi (sem gat áður reynst óeðlilega hægvirk ef mörg skjöl voru nýskráð í einu).
  • Persónuvernd: Tölfræði um formainnsendingar sést nú í skýrslum undir „Útkeyrsla forma“ jafnvel þótt líftími þeirra sé liðinn (formagögnin sjálf sjást vitanlega ekki).
  • Betrumbætur á „canonical url“-virkni, m.a. komið í veg fyrir að tvöfalt skástrik birtist í lok vefslóða (sem getur t.d. valdið vandræðum í notkunarskýrslum Google Analytics).
  • Bætt við í valmyndir sem byggja á töggum, möguleika á að birta hversu margar færslur tilheyra hverju taggi.
  • Ritill: Breytingar á „paste“ aðgerðum sem gerðar voru í útgáfu 4.3 eru nú betur samhæfðar við eldri virkni.
  • Nokkrar rekstrartengdar betrumbætur.

3: 4.3

2018-09-20

  • Ritill: Leyst vandamál við innsetningu mynda í greinar í Chrome. Breyting á virkni Chrome (frá útgáfu 69) hafði þá hliðarverkun að ekki var hægt að velja að fella mynd úr skjalasafni inn í greinatexta.
  • Ritill: Ný meðhöndlun á „paste“ aðgerðum. Leysir m.a. nýtilkomið vandamál í Chrome þar sem línuskil gátu horfið.
  • Skjalakerfi: Hætt að breyta hástafa/lágstafanotkun í skráarheitum. Frá Eplica útgáfu 4.2.10 var mögulegum hástöfum í skjalaheitum breytt í lágstafi við nýskráningu (nAfN.pdf => nafn.pdf). Þetta gat valdið vandamálum ef notendur vildu yfirskrifa eldri skrár sem innihéldu hástafi í skjalaheitum.
  • Skjalakerfi: Lagfæring á því þegar notandi er að skrá mörg skjöl í einu og sum þeirra myndu yfirskrifa eldri skrár.
  • Skjalakerfi: Réttindi kerfisnotenda varðandi nýskráningu og notkun skjala yfirfarin og samræmd betur milli ólíkra virknihluta.
  • Persónuvernd: Google Analytics eining býður nú möguleikann á að minnka nákvæmni IP talna (IP Anonymization)
  • Persónuvernd: Betrumbætur á hegðun Google Analytics einingar þegar valið er að senda ekki gögn án samþykkis notenda.
  • Persónuvernd: Innsendum formagögnum er sjálfkrafa eytt að liðnum líftíma hvers forms (sjálfgefið gildi er 180 dagar). Þetta er gert til þess að minnka líkur á að persónurekjanleg gögn séu geymd í Eplica grunnum að óþörfu. Áfram verður hægt að sækja yfirlit yfir notkunartölfræði, en útrunnar innsendingar birtast tómar.
  • Persónuvernd: Persónuupplýsingum tengdum skráningum á viðburði er sjálfkrafa eytt 9 mánuðum eftir að viðburði lýkur (að því gefnu að viðkomandi skrái sig ekki á annan viðburð í millitíðinni).
  • Breytingar á skráningarviðmóti síðuviðbóta (eininga). Meðal annars til þess að minnka líkur á að notendur færi þær óvart af sniðmáti.
  • Viðburðalisti skilar kóða með ítarlegri upplýsingum um viðburði en áður.
  • Betrumbætur á virkni og stillingamöguleikum „banner“ einingar.
  • Faldar síður fá sjálfkrafa „noindex“ tag til að minnka líkur á að leitarvélar fari að birta þær.
  • Yfirlit veftrés í stjórnkerfi sýnir nú hvort tilteknar síður eru með skráða „valmyndaraðgerð“.
  • Betrumbætur einingar sem sýnir valmöguleika byggða á „tagging“.
  • CleverPay: Notast við nýja greiðslugátt Valitor
  • Breytingar á indexing virkni SOLR-leitarvélar.
  • Breytingar á cache virkni.
  • Betra samræmi milli birtingu vefslóða í kóða vefsíðna annars vegar og sitemap.xml hins vegar.
  • Innleiðing á Google recaptcha virkni.
  • Margvíslegar rekstrartengdar breytingar.

3: 4.2.11

2018-05-03

  • Hægt að skrá textablokk neðst í sjálfgefna „hafa samband“ formið, t.d. fyrir vísun í persónuverndarskilmála.
  • Nokkrar rekstrartengdar breytingar.

3: 4.2.10

2018-04-12

  • Bætt meðhöndlun lýsigagnaskráninga fyrir síður.
  • Auðveldara en áður fyrir kerfisnotendur að breyta sinni skráningu, t.d. til að velja nýtt lykilorð.
  • Þegar ritill er opnaður í mjög löngum greinum er skroll-staðsetning betri en áður.
  • Minniháttar betrumbætur á virkni ritils.
  • Persónuvernd: Nú er hægt að stilla tiltekin form þannig að innsend gögn berist aðeins til ábyrgðarmanns, en séu hvorki vistuð í gagnagrunni né kerfisritlum.
  • Persónuvernd: Hægt er að tiltaka í skráningu forma hversu lengi innsend gögn eiga að vera geymd í gagnagrunni. (Sjálfvirk hreinsun byggt á þeim skráningum er væntanleg í komandi útgáfu, þannig að þessar stillingar hafa ekki áhrif strax).
  • Viðbætur við innbyggða spam-vörn formaskráninga.
  • Lagfæring á því hvernig myndagallerí-eining birtir valinn skjalaflokk.
  • Ýmsar betrumbætur á viðmóti stjórnkerfis og ritstjórnarskjás.
  • Nokkrar rekstrartengdar breytingar.

3: 4.2.9

2018-01-29

  • Myndir með skjalaheiti sem innihalda íslenska stafi gátu í vissum tilvikum yfirskrifast án viðvörunar.
  • Vandamál við nýskráningu vefsíðna í IE11 lagfært.

3: 4.2.8

2018-01-11

  • Vallistar fyrir myndastærðir eru núna í stafrófsröð
  • "Fleiri myndir" hnappur í "Setja inn mynd" virkni í ritli hleður núna myndum úr réttu myndasafni
  • Hægt að velja röð mynda í banner einingu
  • Framvísanir á ytri vefslóðir virka núna rétt
  • CSS stíls valmöguleiki virkar núna rétt fyrir nestaða bullet lista og töflur
  • Möguleiki á að birta Staðsetningu viðburða í viðburðadagatali
  • Aðrar rekstrartengdar breytingar

3: 4.2.7

2017-11-29

  • Nýr möguleiki: „Skoða breytingasögu“ fyrir html síðuviðbætur í vefviðmótinu.
  • Þegar settir eru tenglar inn í greinar eru kerfis-parametrar sjálfkrafa hreinsaðir úr vefslóðum.
  • Í skjalaskráningu eru núna birt preview fyrir myndbönd og hljóðskrár.
  • Betri röðun á töggum í greinum, viðburðum og tag-listum.
  • Tög sem innihalda frátekin sértákn sjálfkrafa lagfærð.
  • Í skráningu greinar er nú hægt að stilla útgáfustöðu fyrir hverja og eina síðu sem hún er tengd.
  • Myndir með grayscale lita prófíl verða ekki lengur yfirlýstar.
  • Óvirkar síður skila núna 404 villu í stað 302 redirect á innskráningarsíðu.
  • Vefir á bakvið proxy þjóna skila núna réttum 404 síðum, ekki redirect yfir á 404.
  • Komið í veg fyrir að hægt sé að tengja sömu grein oft við sömu síðu og mynda þannig hringtengingar.
  • Lagfærð nokkur vandamál sem sköpuðu óeðlilegt álag á vefþjónum undir ákveðnum kringumstæðum.
  • Ýmsar aðrar rekstrartengdar breytingar og betrumbætur.

3: 4.2.6

2017-10-23

  • Betra viðmót við að tengja margar myndir í einu við grein.
  • Lagfæring á vandamáli með birtingu mynda í viðburðalistum.
  • Lagfæring á vandamáli varðandi séreigindi og sjálfvirka vistun eigindaskráninga.

3: 4.2.5

2017-10-13

  • Stuðningur við erlend sértákn á borð við åäøß í slug-virkni greina
  • Danskar þýðingar á textum greinaeiningar
  • Síður sem ekki erfa síðueiningar eru nú merktar sérstaklega í veftrésviðmóti
  • Betra viðmót (með sjálfvirkri vistun) þegar unnið er í eigindaskráningum
  • Fleiri upplýsingar birtar í breytingalista stjórnkerfis
  • Yfirlit stjórnkerfis yfir innsendar bókanir betrumbætt
  • CleverPay: Stuðningur við greiðslur með Pei
  • Aðrar rekstrartengdar breytingar

3: 4.2.4

2017-09-28

  • Betri framsetning á færslulista í ritstjórnarskjá
  • Lagfæring: Við afritun texta úr Word (á Mac) inn í ritilinn gat fylgt með óþarfa myndaskrá
  • Aukinn ARIA stuðningur í valmyndareiningu
  • Fleiri minniháttar betrumbætur

3: 4.2.3

2017-09-08

  • Leyst vandamál með birtingu valmynda með mánaða/ára-valkostum (NavByYearMonth einingar)
  • Bættur stuðningur í ritlinum við eldri vafra (sér í lagi Internet Explorer 11)
  • Lagfæring á því hvernig RSS straumar birta vefslóðir greina með skráð "slug"
  • Lagfæring á vandamáli sem gat í vissum tilvikum breytt skráðu tungumáli greinar
  • Betrumbætur á ferlinu við að gefa út grein, óháð fyrri útgáfustöðu
  • Breytingar vegna stífari krafna til sértákna í vefslóðum
  • Aðrar minniháttar lagfæringar

3: 4.2.2

2017-08-29

  • Lagfæring á rekstrarmáli sem tengdist myndum í gömlum myndaalbúmum

3: 4.2.1

2017-08-23

  • Lagfært vandamál við vistun greina í nýrri útgáfu Chrome
  • Betri meðhöndlun þegar nýskráð er skjal með skráarheiti sem þegar er til
  • Titlar valmynda taka tillit til skráðra valmyndaraðgerða þegar við á
  • Nokkrar minniháttar lagfæringar

3: 4.2

2017-08-10

  • Yfirlit yfir síðuviðbætur sýnir réttari upplýsingar þegar síður eru stilltar á að erfa ekki einingar
  • Margvíslegar betrumbætur tengdar „sitemap.xml“ virkni
  • Betri meðhöndlun á skráarheitum sem innihalda stafabil og séríslenska bókstafi
  • Betri undo/redo virkni í ritli
  • Framsetning virkra ritils-hnappa (í Chrome) lagfærð
  • Ýmsar aðrar betrumbætur á virkni ritils
  • Leyst vandamál með að ljósmyndir teknar á sumum tegundum farsíma sneru ekki rétt
  • Ýmsar lagfæringar og breytingar á virkni viðburða og viðburðaskráninga
  • Auðveldara en áður að SSL-væða heilt vefsvæði
  • Betrumbætur á skráningu kerfisnotenda og nýskráningu lykilorða
  • CleverPay: Breytingar á greiðslum með Aur
  • CleverPay: Breytingar á greiðslum með Greiðslusíðu Valitor
  • Margvíslegar lagfæringar tengdar grunnkerfum og rekstri
  • Nokkrar öryggislagfæringar

3: 4.1.3

2017-03-01

  • Lagfært vandamál þar sem breytingar á skráðum áherslupunktum mynda voru lengi að skila sér í birtingu
  • Leyst vandamál sem olli því að erfitt var að komast í að breyta skráningu mynda tengdra við grein
  • Lagfæring á birtingu sjálfgefinnar myndar í lýsigögnum fyrir samfélagsmiðla
  • Möguleiki á að seinka birtingu mynda í myndasöfnum
  • Nokkrar minniháttar virknilagfæringar

3: 4.1.2

2017-02-16

  • Möguleiki á að seinka birtingu mynda í greinum og greinalistum
  • Þægilegra viðmót við skráningu lýsigagna fyrir samfélagsmiðla
  • Nokkrar virknilagfæringar

3: 4.1.1

2017-02-01

  • Minniháttar lagfæringar

3: 4.1

2017-01-30

  • Komið í veg fyrir kerfisvillu (500) sem gat komið upp við nýskráningu greina
  • Betrumbætur á viðmóti textaritils við nýskráningu greina
  • Bætt skráning lýsigagna (m.a. greina) sem tengjast birtingu á samfélagsmiðlum
  • Há- og lágstafir í vefslóðum eru lagðir að jöfnu (e. case insensitive)
  • Skýrara viðmót þegar nýtt skjal hefur sama skráarnafn og skrá sem fyrir er
  • Betrumbætur á birtingu skjala í skjalasafni, bæði skjalalista og stakra skjala
  • Skýrara viðmót fyrir ólíkar myndaútgáfur þegar valinn er áherslupunktur
  • Efnislisti byggður á tögum (fleiri en einu) sýnir nú rétt hvaða tög eru virk
  • Lagfæringar á birtingu greinalista þar sem sumar greinar hafa slug, en aðrar ekki
  • Fleiri stillingarmöguleikar fyrir það hvaða efni er birt í viðburðalistum
  • Betrumbætur á viðmóti fyrir vöruskráningu í Commerce kerfi Eplica
  • Betri stýring á röðun í forsíðuborðum (LinkedResponsiveMedia)
  • Möguleiki á að lengja sjálfgefinn líftíma innsendra formskráninga
  • Fleiri möguleikar í birtingu vöruverðs í CleverShop
  • Nýjar greiðsluleiðir í CleverPay; Aur og Netgíró
  • Ýmsar betrumbætur á viðmóti stjórnkerfisglugga
  • Ýmsar lagfæringar tengdar minnisnotkun
  • Margvíslegar öryggislagfæringar

3: 4.0.4

2016-10-27

  • Smávægilegar lagfæringar

3: 4.0.3

2016-10-13

  • Lagfæringar tengdar tag-notkun
  • Aðrar minniháttar lagfæringar

3: 4.0.2

2016-10-05

  • Minniháttar lagfæringar

3: 4.0.1

2016-09-26

  • Inni í ritli er nú hægt að nota cmd+s og ctrl+s til að vista breytingar
  • Þægilegra að velja myndir úr skjalasafni
  • Árlegar greiðslur Valitor (CleverPay)
  • Margvíslegar lagfæringar

3: 4.0

2016-07-04

  • Stór (e. major) uppfærsla, notar þó áfram kerfisheitið „Eplica 3“
  • Ný leitarvirkni, byggt á tengingu við miðlæga Solr leitarvél
  • Ný „togara-virkni“ til að sækja gögn af öðrum vefjum
  • Ný eining fyrir „forsíðuborða“
  • Auðveldara að SSL-væða (https) heilan vef í einu
  • Lagfæringar á virkni tagga með bandstrikum
  • Lagfæringar í viðhaldi á skráningum kerfisnotenda
  • Betrumbætur á villutilkynningum í stjórnkerfi
  • Tilkynningar vegna formaskráninga nota nú „Reply-to“ þar sem við á
  • Lagfæringar á útkeyrslu formaskráninga
  • Betrumbætur á viðmóti við skráningu viðburða
  • Betrumbætur á viðmóti skjalakerfisskráninga
  • Tenging við debetkortagreiðslur Valitor (CleverPay)
  • Mögulegt að innifela skrá (t.d. strikamerki) í tölvupóstkvittun (CleverPay) 
  • Minni líkur á minnislekum
  • Margvíslegar lagfæringar á undirliggjandi kóða

3.5.7

2016-05-24

  • Lagfæringar á viðmóti við skráningu „slug“ fyrir greinar
  • Bætt mynda- og skjalaskráning; m.a. leyst vandamál tengt skráarendingum með hástöfum
  • Nokkrar minniháttar lagfæringar

3.5.6

2016-05-04

  • Breytingar á virkni CleverPay í framhaldi af úttekt
  • Fleiri möguleikar í reglulegum greiðslum Valitor (CleverPay)

3.5.5

2016-04-19

  • Samræming í rekstrarumhverfi (Http client)
  • Nýr valkostur í „Var efni hjálplegt“ einingu

3.5.4

2016-04-14

  • Frekari lagfæringar á vandamáli við afritun í ritli (sbr. 3.5.3)
  • Nokkrar minniháttar lagfæringar

3.5.3

2016-04-11

  • Komið í veg fyrir vandamál í ritlinum sem lýsti sér í því að ef um var að ræða grein með texta afrituðum úr t.d. Word urðu eftir tómar (en ósýnilegar) málsgreinar sem við síðari tíma breytingar á skráningu urðu sýnilegar
  • Lagfæringar á kóða sem ritillinn býr til fyrir myndbandatengla
  • Betrumbætur á virkni við að breyta tengingum greina í ritstjórnarskjá
  • Lagfæring á gagnasniði (e. mime-type) fyrir myndbönd skráð í skjalasafni
  • Framsetning á útgáfulista greina betrumbætt
  • Aðrar lagfæringar

3.5.2

2016-03-30

  • Lagfæring á virkni „canonical url“ í síðukóða

3.5.1

2016-03-21

  • Lagfæringar á virkni CleverPay
  • Aðrar lagfæringar

3.5

2016-03-15

  • Betrumbætur á tengingum vöru við vöruflokk (í vörukerfi)
  • Lagfæringar á sjálfgefnu tungumáli við nýskráningu greina
  • Aukinn stuðningur eininga við https vefslóðir
  • Lagfæring á tengingu við Þjóðskrá
  • Tenging við greiðslugátt Valitor (CleverPay)
  • Tenging við endurteknar greiðslur hjá Valitor (CleverPay)
  • Betrumbætur á kröfum til netfanga notenda
  • Betrumbætur á nýskráningu greina
  • Betrumbætur á tagging virkni greinaeininga
  • Ýmsar villulagfæringar

3.4.3

2016-03-08

  • Lagfæringar á virkni CleverPay
  • Breyting sem minnkar álag á vefþjóni við gagnavinnslu

3.4.2

2016-02-25

  • Lagfæringar á virkni viðburðaeininga
  • Betrumbætur á H3 starfsmannaeiningu
  • Lagfæringar á tengingu við greiðslugátt Borgunar (CleverPay)
  • Lagfæringar á tungumálastuðningi (locale)
  • Ýmsar villulagfæringar 

3.4.1

2016-02-18

  • Virkni viðburðaeiningar betur samræmd við greinaeiningu
  • Lagfæringar á virkni síðuritils þegar texti er afritaður inn
  • Lagfæringar á birtingu mynda á SVG sniði
  • Betrumbætur á réttindastýringu
  • Stuðningur við greiðslugátt Borgunar (CleverPay)
  • Lagfæringar á yfirliti yfir síðuviðbætur
  • Ýmsar villulagfæringar

3.4

2016-01-29

  • Komið í veg fyrir að hægt sé að skrá notendur með notendanafn sem þegar er til
  • Breytingar á aðgangi sjálfgefinna notendahlutverka að stjórnkerfi
  • Aukinn hraði í birtingu mjög stórra veftrjáa
  • Lagfæring á mögulegum minnisleka við endurræsingar
  • Lagfæringar á efnishausum (content-type) sem CleverPix skilar
  • Ritillinn og aðalvalmynd breytt til að virka þegar texti er skrifaður frá hægri til vinstri (t.d. arabísku)
  • Betrumbætur á nýskráningu vara í bakenda vörukerfis
  • Betri stuðningur við ytri áskriftarþjónustur (t.d. MailChimp)
  • Nýtt greiðslukerfi (CleverPay)
  • Stuðningur við endurteknar greiðslur hjá Borgun (CleverPay)
  • Undirliggjandi kerfi uppfært í Java 8
  • Ýmsar villulagfæringar

3.3.3

2016-01-22

  • Lagfæring á vandamáli sem kom upp fyrir tilteknar eldri myndaslóðir (úr Eplica 2) varðandi CleverPix
  • Betur tryggt að breytingar á myndaútgáfum skili sér strax í uppfærðum myndum 
  • Myndaútgáfum stafrófsraðað í lista vefritils
  • Betrumbætur á tagging virkni hinnar dæmigerðu greinaeiningar
  • Betrumbætur á tagging virkni sjaldnar notaðrar greinaeiningar (byLinkedWebcats)
  • Virkni viðburðaeiningar betur samræmd við greinaeiningu
  • Betrumbætur á Open Graph kóða
  • Ýmsar villulagfæringar
  • Öryggislagfæring

3.3.2

2016-01-13

  • Lagfært vandamál með birtingu tengdra mynda í viðburðum
  • Betri enskur texti í leitarniðurstöðum þegar ekkert finnst
  • Lagfæring á villu sem olli því að myndir settar inn sem hlekkur í ritli birtust í rangri stærð
  • Ýmsar betrumbætur á viðmóti skráningarglugga
  • Ýmsar villulagfæringar

3.3.1

2016-01-05

  • Lagfært vandamál með skráarheiti sem innihalda táknið „+“
  • Lagfæring á Twitter einingu
  • Lagfært vandamál með birtingu tengds efnis þegar grein er tiltekin með „slug“ í vefslóð
  • Betri sýn á breytingar á stillingum eininga í kerfisannál
  • Betri samræming á því hvaðan stjórnkerfishlutar sækja samnýtt javascript (codecentre)
  • Lagfært vandamál með útgáfu greina sem nýskráðar eru frá stjórnkerfi
  • Lagfært vandamál með að tiltaka tímabil við útkeyrslu á innsendingum forma
  • Lagfært vandamál sem komið gat upp í leitarvél ef leitarstrengur inniheldur of algeng orð
  • Lagfært vandamál sem olli því að ritill týndi staðsetningu bendils við vistun
  • Lagfært vandamál með séríslenska stafi í starfsmannaleit
  • Lagfæring á dagsetningarröðun í tímabils-vali
  • Betrumbætur á virkni ctrl+alt+L flýtileiðarinnar

3.3

2015-12-11

  • Ný virkni fyrir innskráningu notenda
  • Betur tryggt að útskráning úr kerfinu eigi sér stað bæði vefmegin og í stjórnkerfi
  • Breytingar á sjálfgefnum notendahlutverkum og -réttindum
  • Þegar notandi opnar veftré birtist skýrar frá hvaða síðu það var gert
  • Litir táknmynda í yfirliti yfir síðuviðbætur sýna hvaðan viðkomandi eining kemur
  • Þægilegra viðmót við nýskráningu notenda
  • Bætt við möguleika á að tiltaka í stillingum greinaeininga sjálfgefna myndastærð fyrir meginmál
  • Bætt við möguleika í greinaeiningum fyrir handahófsröðun í listaframsetningunni „Greinalisti eingöngu“
  • Lagfært vandamál þar sem spam-vörnin skilaði villu ef notandi hafði bakkað í vafrasögunni við innfyllingu
  • Betri stillingarmöguleikar í síðuflettingum langra greinalista
  • Betrumbætur á virkni sem birtir skyldar vörur í vörukerfi
  • Viðmót stillingaglugga í vörukerfi betur samræmt öðrum kerfishlutum
  • Lagfæring á vandamáli vegna Eplica 2 myndaslóða með stærðarskilgreiningum (í vörukerfi)
  • Lengdartakmarkanir á stillingarmöguleikum eininga felldar niður
  • Ýmsar villulagfæringar

3.2

2015-11-05

  • Lagfæring á vandamáli með sendingu tölvupósta ef nafn sendanda inniheldur úrfellingarmerki
  • Einföldun á yfirlitssíðu stjórnkerfis
  • Betri meðhöndlun nýrra töfluraða í ritli
  • Lagfært vandamál í mánaðarvali (t.d. frétta) varðandi líftímaskráningu færslna
  • Bætt við möguleika á að hoppa yfir tiltekin ár í árs-tengdum valmyndum
  • Betrumbætur á vörubirtingu vörukerfis
  • Breytingar á leitargrunni vörukerfisins til að hann uppfærist örar
  • Þægilegra viðmót fyrir vörustjóra til að uppfæra afslátt og sendingarkostnað í vörukerfi
  • Eplica 2 myndaslóðir með stærðarskilgreiningum (í vörukerfi) samræmdar við virkni CleverPix
  • Lagfærð virkni við val myndastærða í AdBox einingum
  • Vandamál leyst sem valdið gat tvítekningum viðburða þegar unnið var í skráningu þeirra
  • Breyting á virkni „from address“ í tölvupóstum sem „Hafa samband“ formin senda
  • Nokkrar öryggislagfæringar

3.1 (og 3.0.5)

2015-10-07

  • Breytingar á útgáfunúmerum (semantic versioning)
  • Betri virkni við nýskráningu mjög stórra skjala (yfir 120 sek upload)
  • Lagfæring á síðuflettingum langra greinalista
  • Lagfæring á „RSS Collector“ einingu
  • Breytingar á happdrættisvirkni
  • Ýmsar villulagfæringar

3.0.1

2015-06-01

  • Ýmsar virknilagfæringar tengdar CleverPix og CleverCrop
  • Lagfæring á 404 villu þegar engin grein er tengd greinasíðu
  • Lagfæring á villu tengd lýsigagnaskráningu
  • Lagfæring á birtingu viðburðaeiningar
  • Betrumbætur á kóðahreinsun við afritun inn í ritil
  • Betrumbætur á leyfilegum tenginum eininga við sniðmát/vefflokk
  • Betra viðmót við skoðun breytinga á efni
  • Myndbirting í ritli endurnýjast strax við breytingar á CleverPix áherslupunktum
  • Lagfæring á viðmóti við breytingu á lykilorði notenda
  • Ýmsar villulagfæringar

3.0

2015-04-16

  • Nýtt útlit og framsetning allra kerfisglugga
  • Endurbætt réttindastýring notenda
  • Ný meðhöndlun myndaskráa sem býr til nýjar myndaútgáfur eftir þörfum (CleverPix)
  • Mögulegt að nýskrá myndir með því að draga þær inn í síðuritil (CleverPix)
  • Leit að myndaskrám í skjalakerfi einfölduð
  • Mögulegt að skrá myndaútgáfur sem skera myndir í viðeigandi hlutföll (CleverCrop)
  • Mögulegt að velja áherslupunkta mynda til að stýra því hvernig þær eru skornar (CleverCrop)
  • Notendur geta stýrt síðutitlum af meiri nákvæmni en áður
  • Betrumbætur á deilingu á samfélagsmiðlum
  • Auðveldari umsýsla áskriftarlista
  • Aðalvalmynd í stjórnkerfi birtir aðeins þær virkniaðgerðir sem viðkomandi notandi hefur aðgang að
  • Stjórnkerfi birtir betri lista yfir nýjustu aðgerðir notenda
  • Ýmsar villulagfæringar
  • Ýmsar öryggislagfæringar