Breytingasaga Eplica

3: 4.2.10

12.4.2018

  • Bætt meðhöndlun lýsigagnaskráninga fyrir síður.
  • Auðveldara en áður fyrir kerfisnotendur að breyta sinni skráningu, t.d. til að velja nýtt lykilorð.
  • Þegar ritill er opnaður í mjög löngum greinum er skroll-staðsetning betri en áður.
  • Minniháttar betrumbætur á virkni ritils.
  • Persónuvernd: Nú er hægt að stilla tiltekin form þannig að innsend gögn berist aðeins til ábyrgðarmanns, en séu hvorki vistuð í gagnagrunni né kerfisritlum.
  • Persónuvernd: Hægt er að tiltaka í skráningu forma hversu lengi innsend gögn eiga að vera geymd í gagnagrunni. (Sjálfvirk hreinsun byggt á þeim skráningum er væntanleg í komandi útgáfu, þannig að þessar stillingar hafa ekki áhrif strax).
  • Viðbætur við innbyggða spam-vörn formaskráninga.
  • Lagfæring á því hvernig myndagallerí-eining birtir valinn skjalaflokk.
  • Ýmsar betrumbætur á viðmóti stjórnkerfis og ritstjórnarskjás.
  • Nokkrar rekstrartengdar breytingar.