Breytingasaga Eplica

3: 4.2.7

29.11.2017

 • Nýr möguleiki: „Skoða breytingasögu“ fyrir html síðuviðbætur í vefviðmótinu.
 • Þegar settir eru tenglar inn í greinar eru kerfis-parametrar sjálfkrafa hreinsaðir úr vefslóðum.
 • Í skjalaskráningu eru núna birt preview fyrir myndbönd og hljóðskrár.
 • Betri röðun á töggum í greinum, viðburðum og tag-listum.
 • Tög sem innihalda frátekin sértákn sjálfkrafa lagfærð.
 • Í skráningu greinar er nú hægt að stilla útgáfustöðu fyrir hverja og eina síðu sem hún er tengd.
 • Myndir með grayscale lita prófíl verða ekki lengur yfirlýstar.
 • Óvirkar síður skila núna 404 villu í stað 302 redirect á innskráningarsíðu.
 • Vefir á bakvið proxy þjóna skila núna réttum 404 síðum, ekki redirect yfir á 404.
 • Komið í veg fyrir að hægt sé að tengja sömu grein oft við sömu síðu og mynda þannig hringtengingar.
 • Lagfærð nokkur vandamál sem sköpuðu óeðlilegt álag á vefþjónum undir ákveðnum kringumstæðum.
 • Ýmsar aðrar rekstrartengdar breytingar og betrumbætur.