Breytingasaga Eplica

3: 4.3

20.9.2018

 • Ritill: Leyst vandamál við innsetningu mynda í greinar í Chrome. Breyting á virkni Chrome (frá útgáfu 69) hafði þá hliðarverkun að ekki var hægt að velja að fella mynd úr skjalasafni inn í greinatexta.
 • Ritill: Ný meðhöndlun á „paste“ aðgerðum. Leysir m.a. nýtilkomið vandamál í Chrome þar sem línuskil gátu horfið.
 • Skjalakerfi: Hætt að breyta hástafa/lágstafanotkun í skráarheitum. Frá Eplica útgáfu 4.2.10 var mögulegum hástöfum í skjalaheitum breytt í lágstafi við nýskráningu (nAfN.pdf => nafn.pdf). Þetta gat valdið vandamálum ef notendur vildu yfirskrifa eldri skrár sem innihéldu hástafi í skjalaheitum.
 • Skjalakerfi: Lagfæring á því þegar notandi er að skrá mörg skjöl í einu og sum þeirra myndu yfirskrifa eldri skrár.
 • Skjalakerfi: Réttindi kerfisnotenda varðandi nýskráningu og notkun skjala yfirfarin og samræmd betur milli ólíkra virknihluta.
 • Persónuvernd: Google Analytics eining býður nú möguleikann á að minnka nákvæmni IP talna (IP Anonymization)
 • Persónuvernd: Betrumbætur á hegðun Google Analytics einingar þegar valið er að senda ekki gögn án samþykkis notenda.
 • Persónuvernd: Innsendum formagögnum er sjálfkrafa eytt að liðnum líftíma hvers forms (sjálfgefið gildi er 180 dagar). Þetta er gert til þess að minnka líkur á að persónurekjanleg gögn séu geymd í Eplica grunnum að óþörfu. Áfram verður hægt að sækja yfirlit yfir notkunartölfræði, en útrunnar innsendingar birtast tómar.
 • Persónuvernd: Persónuupplýsingum tengdum skráningum á viðburði er sjálfkrafa eytt 9 mánuðum eftir að viðburði lýkur (að því gefnu að viðkomandi skrái sig ekki á annan viðburð í millitíðinni).
 • Breytingar á skráningarviðmóti síðuviðbóta (eininga). Meðal annars til þess að minnka líkur á að notendur færi þær óvart af sniðmáti.
 • Viðburðalisti skilar kóða með ítarlegri upplýsingum um viðburði en áður.
 • Betrumbætur á virkni og stillingamöguleikum „banner“ einingar.
 • Faldar síður fá sjálfkrafa „noindex“ tag til að minnka líkur á að leitarvélar fari að birta þær.
 • Yfirlit veftrés í stjórnkerfi sýnir nú hvort tilteknar síður eru með skráða „valmyndaraðgerð“.
 • Betrumbætur einingar sem sýnir valmöguleika byggða á „tagging“.
 • CleverPay: Notast við nýja greiðslugátt Valitor
 • Breytingar á indexing virkni SOLR-leitarvélar.
 • Breytingar á cache virkni.
 • Betra samræmi milli birtingu vefslóða í kóða vefsíðna annars vegar og sitemap.xml hins vegar.
 • Innleiðing á Google recaptcha virkni.
 • Margvíslegar rekstrartengdar breytingar.