Breytingasaga Eplica

3: 4.3.1

10.10.2018

  • Notkunarmælingar: Lausnasafn Eplica sem notað er við samskipti við Google Analytics vegna sérsniðinna mælinga á borð við viðburði (e. events) hætti nýlega að virka vegna breytinga hjá Google. Þetta gat valdið javascript villum hjá vefgestum með afleiðingum fyrir aðra viðmótsvirkni (auk þess sem mæligögn voru ekki að skila sér).
  • Skjalakerfi: Betrumbætur á skráningu nýrra skjala í stjórnkerfi (sem gat áður reynst óeðlilega hægvirk ef mörg skjöl voru nýskráð í einu).
  • Persónuvernd: Tölfræði um formainnsendingar sést nú í skýrslum undir „Útkeyrsla forma“ jafnvel þótt líftími þeirra sé liðinn (formagögnin sjálf sjást vitanlega ekki).
  • Betrumbætur á „canonical url“-virkni, m.a. komið í veg fyrir að tvöfalt skástrik birtist í lok vefslóða (sem getur t.d. valdið vandræðum í notkunarskýrslum Google Analytics).
  • Bætt við í valmyndir sem byggja á töggum, möguleika á að birta hversu margar færslur tilheyra hverju taggi.
  • Ritill: Breytingar á „paste“ aðgerðum sem gerðar voru í útgáfu 4.3 eru nú betur samhæfðar við eldri virkni.
  • Nokkrar rekstrartengdar betrumbætur.