Breytingasaga Eplica

3: 4.3.2

21.11.2018

  • Ritill: Nú er (aftur) sjálfgefið að texti í ritlinum sé innan málsgreinar (e. paragraph). Breytingar á virkni algengustu vafra höfðu valdið því að þessi tilætlaða hegðun hafði gengið til baka.
  • Ritill: Betrumbætur á samspili <strong> / <b> annars vegar og <em> / <i> hins vegar, þegar unnið er í ritli.
  • Ritill: Sjálfkrafa hreinsuð burt &nbsp; eigindi í texta þegar hann er límdur (e. paste) inn í ritilinn, enda næstum ómögulegt að eiga við slík eigindi gegnum vafra.
  • Réttindamál: Innbyggðu kerfishlutverkin „Grunnnotandi“ og „Penni“ sjá ekki lengur stjórnkerfismöguleika.
  • Aðgengismál: Bætt skráning (Aria-label) valmyndaeininga.
  • Breytingar á stillingaviðmóti eininga til að minnka líkur á notendamistökum.
  • Of langt heiti greina gat valdið því að upp kom vandamál við þegar kerfið býr til „greina-slug“.
  • Upp gat komið smávægilegt vandamál í birtingu viðburðadagatals ef nýjasta („hæsta“) skráða dagsetning var á 1. degi mánaðar.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur