Breytingasaga Eplica

3: 4.3.6

25.3.2019

  • Vandamál lagfært þar sem greinavistun var ekki leyfð (og skilaði hvítum skjá) vegna þess að tenging við höfund hafði rofnað.
  • Innbyggða spam-vörnin uppfyllir nú betur aðgengiskröfur.
  • Dagsetningarvirkni við útgáfu greinar yfirfarin: Sýnileg dagsetning ræðst nú af útgáfudegi, ekki því hvenær grein var fyrst stofnuð.
  • Skráningarviðmót greina fær hnapp til að uppfæra „slug“ (vefslóðarhluta) greinar, t.d. ef heiti hennar hefur breyst.
  • Komið í veg fyrir vandamál sem olli því að nýskráðar myndastærðir urðu ekki virkar strax.
  • Nokkrar lagfæringar á sjálfvirkum prófunum.
  • Ýmsar endurbætur á Solr leit.
  • Nokkrar rekstrartengdar úrbætur.