Breytingasaga Eplica

3: 4.4

13.8.2019

  • Viðburðir: Eftir nýlegar breytingar hættu óútgefnar greinar að sjást í viðburðalistum hjá innskráðum notendum. Sú birting er nú færð til fyrra horfs.
  • Nýr möguleiki í birtingu greinalista: Hægt að tilgreina tímabil dagsetninga til að birta (t.d. „2017-07--2018-02“).
  • Síðuskiptur greinalisti birtir nú númer viðkomandi síðu í síðutitli.
  • Breytingar á framvísunum eru fljótari að taka gildi heldur en áður.
  • Hægt að sækja RSS lista greina byggt á töggum greina.
  • Hægt að skilgreina myndastærðir þegar beðið er um RSS lista greina.
  • Betrumbætur á þýðingarskrám ýmissa eininga.
  • Ekki er lengur mögulegt að vista <script> kóða í greinaklippum.
  • Lagfæring á villu sem kom upp ef breyta átti skilgreiningum myndar og til var önnur skrá með sama skráarheiti í öðrum skjalaflokki.
  • CleverShop: Breytingar á birtingaröðun pantana í stjórnkerfi.
  • CleverShop: Bætt við staðgreiðslu sem greiðsluleið.
  • Aukinn hraði í birtingum skjalalista í stjórnkerfi.
  • Aukinn hraði í margvíslegum gagnabirtingum.
  • Ýmsar rekstrarlegar úrbætur.