Umsagnir

Montin af verðlaunavef

„Eplica kerfið er einstaklega vel heppnað til að halda utan um hið mikla magn af nytsamlegum upplýsingum sem finna má á vef okkar. Við erum auk þess stolt af samstarfi okkar við Hugsmiðjuna sem leiddi til verðlauna á Íslensku vefverðlaununum fyrir besta opinbera vefinn. Af því erum við afar montin.“

Steinar B. Aðalbjörnsson, Matís

Svarar öllum kröfum

„Eplica vefumsjónarkerfið hefur reynst okkur afar vel. Það er auðvelt í notkun og svarar öllum okkar kröfum. Ekki skemmir lipur þjónusta starfsfólks Hugsmiðjunnar sem er alltaf boðið og búið til að liðsinna þegar þörf er á.“

Jóhann Ágúst Jóhannsson, Samkeppniseftirlitið

Lipur þjónustulund

„Veðurstofan hefur góða reynslu af Hugsmiðjunni. Í heild hefur Eplican reynst okkur vel og alveg sérstaklega vil ég hrósa lipurri þjónustulund og þeirri glaðværð sem hefur mætt okkur í samstarfi við Hugsmiðjuna.“

Jóhanna M. Thorlacius, vefritstjóri Veðurstofu Íslands